Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að minni þátttaka barna í hefðbundnum bólusetningum geti aukið hættuna á útbreiðslu sjúkdóma, svo sem mislinga og kíghósta sem hægt hefði verið að fyrirbyggja með bólusetningu. Ný skýrsla stofnunarinnar sýnir að hefðbundnum bólusetningum barna fækkaði mjög í Bandaríkjunum frá því faraldurinn hófst. The Washington Post greinir frá.

Haft er eftir sérfræðingi stofnunarinnar að skiljanlegt sé að margar fjölskyldur hafi frestað læknisheimsóknum á meðan faraldurinn geisaði en mikilvægt sé að börnin fái hefðbundnar bólusetningar nú þegar tilslakanir standa fyrir dyrum.