Al­þingi lauk störfum í nótt en ýmis mál voru til um­ræðu á síðasta þing­fundi kjör­tíma­bilsins. Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands, segist líkt og aðrir hafa orðið fyrir von­brigðum með að ekki hafi tekist að eiga efnis­lega um­ræðu um til­lögur að breytingum á stjórnar­skránni. Þá sagði hann það vera á­hyggju­efni að ekki hafi tekist að eiga um­ræðu um málið.

Lítil sátt virtist vera á Al­þingi um frum­varp Katrínar Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra, um breytingar á auð­linda­á­kvæði, um­hverfis­á­kvæði, breytingar á kafla um fram­kvæmda­valdið og nýju á­kvæði um ís­lenska tungu. Um var að ræða stórt áherslumál hjá Vinstri grænum, líkt og frumvarp um hálendisþjóðgarð, sem náðist heldur ekki sátt um.

Breyting innan næstu 80 ára

Í við­tali í kvöld­fréttum Ríkis­út­varpsins í dag ræddi Guðni um hug­myndir sínar um hlut­verk em­bættis for­seta. Hann sagði lík­legt að alltaf yrði á­greiningur um ýmsar þær stjórnar­skrár­breytingar sem lagðar eru til en um aðrar ætti að nást sam­staða.

„Þótt ekki hafi gengið í þetta sinn að ná saman um breytingar á á­kvæðum stjórnar­skrár um em­bætti for­seta, hlut­verk hans, skyldur og á­byrgð, þá ætla ég að leyfa mér að vona að innan næstu átta­tíu ára að minnsta kosti verði breyting þar á,“ sagði Guðni í við­tali hjá RÚV.

Þá sagði Guðni það að hans mati vera löngu tíma­bært að taka til at­hugunar breytingar á á­kvæði sem kveður á um að for­seti geti veitt undan­þágu frá lögum, eins og gert hefur verið hingað til.