Stefán Vagn Stefáns­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá Lög­reglunni á Norðurlandi vestra, veltir því fyrir sér hvort að nýleg forvitni hvað varðar kvörtun sem um hann barst þar sem hann er sagður hafa mis­notað að­stöðu sína á lög­reglu­stöðinni til að ræða mál­efni sveitar­fé­laga tengist því að hann hafi opinberlega gagnrýnt bílamál lögreglunnar.

Stefán hefur um langa hríð verið með­limur Fram­sóknar­flokksins, sinnt störfum fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og var vara­þing­maður Framsóknarflokksins Norð­vestur­kjör­dæmis í mars árið 2018.

For­saga málsins er sú að í janúar á þessu ári kom maður á lög­reglu­stöðina til að ræða við Stefán. Stefán segir að þeir hafi þekkst og hafi því sest niður til að ræða saman. Fljót­lega hafi honum þó orðið ljóst að maðurinn hafi ekki komið til að ræða lög­reglu­mál, heldur mál­efni sveitar­fé­lagsins, og þá hafi Stefán beðið hann að ræða við sig síðar, á öðrum vett­vangi.

„Tók hann því mjög illa, varð mjög æstur og barði í borð og henti hlutum niður á skrif­stofunni. Tjáði ég manninum að ljóst væri að við kæmust ekki lengra með sam­talið og óskaði eftir að hann yfir­gæfi skrif­stofuna sem hann neitaði að gera. Eftir nokkurt þref yfir­gaf maðurinn skrif­stofuna og fór, mjög ó­sáttur,“ segir Stefán í færslu sinni.

Sakaður um að misnotað aðstöðu sína

Stuttu eftir at­vikið barst em­bætti lög­reglunnar kvörtun vegna at­viksins frá manninum þar sem Stefán var sakaður um að mis­nota að­stöðu sína á lög­reglu­stöðinni til að ræða mál­efni sveitar­fé­lagsins og þess óskað að lög­reglu­em­bættið taki af­stöðu til málsins.

„25. júní 2019 svaraði lög­reglu­stjóri erindinu eftir­farandi „ telur lög­reglu­stjóri ekki efni til að að­hafast frekar í því m.v. mála­vexti,“ segir Stefán í færslu sinni.

Von á niðurstöðu í næsta mánuði

Hann segir að kvörtunin hafi ekki endan­lega verið af­greidd af em­bættinu, en að von sé á niður­stöðu í næsta mánuði. Hann segir ljóst að hann og maðurinn hafi rætt mál­efni sveitar­fé­lagsins á skrif­stofunni, en það hafi þó ekki verið ætlun hans. Hann hafi ekki vitað erindi mannsins fyrir fram.

„Ég hef þau 11 ár sem ég hef verið yfir­lög­reglu­þjónn ekki lagt það í vana minn að spyrja fólk um erindið í af­greiðslu lög­reglu­stöðvarinnar þar sem oft á tíðum eru um erfið og við­kvæm mál að ræða,“ segir Stefán Vagn.

Ég velti því hins vegar fyrir mér hvaða á­stæður liggja að baki því að nú á þessum tíma­punkti séu aðilar farnir að veita þessu máli at­hygli. Svari hver fyrir sig

Hann segir í færslu sinni að hann tjái sig yfir­leitt ekki opin­ber­lega um slík mál en að honum hafi nú borist til eyrna að „á­kveðnir aðilar“ séu farnir að spyrjast um þetta mál.

Ekki er ljóst hverjir það eru, og þegar Frétta­blaðið leitaði svara hjá Stefáni sagðist hann ekki vilja bæta neinu við færsluna og vísaði á færsluna, sem má lesa í heild sinni hér að neðan.

Eina kvörtunin á 22 ára ferli

Hann segir þar að í þau 22 ár sem hann hafi starfað innan lög­reglunnar hafi aldrei verið kvartað undan honum nema í þetta eina skipti. Hann veltir því fyrir sér hvers vegna um­ræða komi upp núna um kvörtunina sem hafi verið send em­bættinu og gefur í skyn að það tengist því að hann hafi aldrei legið á sínum skoðunum hvað varðar bíla­mál lög­reglunnar.

„Nú liggur fyrir á­kvörðun dóms­mála­ráðu­neytisins um niður­lagningu bíla­mið­stöðvar frá og með næstu ára­mótum sem að mínu mati er hag­felld lög­reglunni í landinu.

Ég velti því hins vegar fyrir mér hvaða á­stæður liggja að baki því að nú á þessum tíma­punkti séu aðilar farnir að veita þessu máli at­hygli. Svari hver fyrir sig,“ segir Stefán að lokum.

Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan.