Beiðni um að­stoð á­höfn þyrlu Land­helgis­gæslunnar barst snemma í morgun vegna skip­verja sem var veikur um borð í græn­lensku línu­skipi sem statt var á milli Græn­lands og Ís­lands, 144 sjó­mílur vestur af Bjarg­töngum.

Sam­kvæmt frétta­til­kynningu frá Land­helgis­gæslunni tók TF-GRO á loft frá Reykja­víkur­flug­velli á sjöunda tímanum í morgun og eftur um tveggja tíma flug hófst á­höfnin handa við að hífa skip­verjann um borð. Mikið myrkur var á svæðinu og lé­legt skyggni eins og sjá má á með­fylgjandi mynd­skeiði sem Land­helgis­gæslan tók.

Í því má sjá undir­búning sig­mannsins um borð í þyrlunni og alveg þar til hann er kominn um borð í skipið. Þyrlan lenti á Reykja­víkur­flug­velli um ellefu leitið í morgun og var skip­verjinn fluttur þaðan með sjúkra­bíl á Land­spítalann.