Allir áhafnarmeðlimir úr síðasta túr á Þórunni Sveinsdóttur VE eru í sóttkví eftir að skipverji greindist með COVID-19.

Önnur áhöfn verður send í skimun þegar þeir koma í land síðar í vikunni.

Greint var fyrst frá þessu á vef Eyjafrétta.

Skipverjinn lauk túrnum á miðvikudag í síðustu viku og greindist á laugardag.

Önnur áhöfn lagði af stað á miðvikudagskvöld en hluti þeirra hafði verið í túr með einstaklingnum sem var með jákvætt smit.

Gylfi Sigurjónsson skipstjóri er í stöðugu sambandi við rakningarteymið og heilbrigðisyfirvöld í Eyjum og fara eftir öllum leiðbeiningum.

Þá mun áhöfninn klára túrinn sem framarlega sem ekki verði vart við nein einkenni um borð.