Öryggis­lög­regla gerði á­hlaup á rit­stjórnar­skrif­stofu App­le Daily, lýð­ræðis­sinnuðu dag­blaði í Hong Kong, í gær­morgun á staðar­tíma. Blaðið fór samt í prentun um kvöldið og á­kveðið var að prenta það í fimm­földu upp­lagi. Þetta kemur fram í grein AP frétta­stofunnar.

Yfir fimm hundruð lög­reglu­menn tóku þátt í á­hlaupinu og hand­tóku fimm stjórn­endur, þar á meðal fram­kvæmda­stjórinn, Cheung Kim-hung, og aðal­rit­stjórinn, Ryan Law.

Á for­síðu blaðsins sem kom út í morgun er mynd af fimm­menningunum sem voru hand­teknir undir fyrir­sögninni „Við verðum að pressa á­fram.“ Þessi orð lét fram­kvæmda­stjórinn falla þegar verið var að leiða hann út.

Margar tölvur og harðir diskar voru gerðir upptækir í á­hlaupinu og þar að auki voru 2.3 milljón dalir af fjár­munum blaðsins frystir.

Lög­regla segir blaðið hafa prentað greinar til stuðnings al­þjóð­legra efna­hags­þvingana gegn Kína og Hong Kong.

Blaðið hefur selst vel í dag og margir kaupa það til stuðnings við tjáningar­frelsi og lýð­ræði. Margir keyptu fleiri en eitt ein­tak.