Til stendur að allir nemendur við Háskóla Íslands hljóti rafræna kennslu með mögulega á staðkennslu að einhverju marki í haust.

„Markmið okkar er að skipuleggja skólastarfið þannig að það haldist óslitið þrátt fyrir skyndilegar breytingar en einnig að það sé eins eðlilegt og kostur er,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í tilkynningu sem send var til starfsfólks og nemenda í gær.

Forsendur breytast

„Það er vandasamt verk að skipuleggja skólastarf á slíkum óvissutímum þar sem forsendur geta breyst með skömmum fyrirvara.“ Kennsla yrði því skipulögð sem rafræn kennsla sem gæti orðið að fullu rafræn á stuttum tíma skyldu forsendur breytast.

„Á sama tíma verður leitað leiða við að nýta stofur skólans til staðkennslu eftir því sem kostur er miðað við aðstæður,“ bætti Jón Atli við.

Eins metra regla

Stjórnvöld tilkynnu í gær að slakað yrði á nándarreglum í framhalds- og háskólum þannig að miðað yrði við að einn metri þyrfti að aðskilja einstaklinga í stað tveggja. Reglurnar gilda í tvær vikur.

„Áfram gildir að ef óvíst er hvort hægt sé að virða fjarlægðartakmarkanir beri að nota andlitsgrímur.“ Þá gilda sömu reglur um fjöldatakmarkanir í skólanum og annars staðar.