Í dag var form­leg opnun nýs hús­næðis Píeta sam­takanna við Amt­manns­stíg 5a.

„Vegna mikillar aukningar hjá okkur á hverju ári þá var gamla hús­næðið á Baldurs­götunni orðið of lítið. Í nýja hús­næðinu eru fleiri við­tals­her­bergi og betri að­staða fyrir starfs­fólk og þá sem leita til okkar, meðal annars fyrir fjöl­skyldur og stuðnings­hópa,“ segir Bene­dikt Þór Guðmundsson, verk­efnis­stjóri Píeta sam­takanna.

Fjöldi fólks flutti ávarp á opnunni auk þess sem starfsemin var kynnt fyrir gestum en Píeta sam­tökin sinna for­varnar­starfi gegn sjálfs­vígum og styðja við að­stand­endur sem hafa gengið í gegnum missi.

„Þetta er þriggja hæða hús sem við nutum vel­vildar frá Skúla Gunnari Sigfússyni, oftast kenndur við Subway og Odd­fellow reglunni í Reykja­vík. Odd­fellow reglan stand­setti húsið fyrir okkur á­samt fjölda fyrir­tækja sem studdu við okkur. Í dag var form­leg opnum og það mætti mikið af góðu fólki. Willum Þór Þórs­son heil­brigðis­ráð­herra og Guð­mundur Ingi Guð­brands­son fé­lags- og vinnu­markaðs­ráð­herra fluttu meðal annars á­varp á samkomunni, á­samt fleira góðu fólki,“ segir Bene­dikt Þór, verk­efnis­stjóri Píeta sam­takanna.

Leikkonan Edda Björgvinsdóttir veitti samtökunum styrk.

„Þá veitti Edda Björg­vins­dóttir sam­tökunum styrk í minningu fyrrum eigin­manns síns, Gísla Rúnars Jóns­sonar. Það er mjög fal­legt að finna fyrir stuðningi þeirra fjöl­skyldu, við erum mjög á­nægð og þakk­lát Eddu,“ segir Bene­dikt.

Leikkonan Edda Björgvinsdóttir veitti samtökunum styrk í dag.
Fréttablaðið/Anton Brink

Mikill aukning í starfi samtakana

Þann tíunda septem­ber næst­komandi er al­þjóð­legur for­varnar­dagur sjálfs­víga. Kveikt verður á kertum um kvöldið til að minnast þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi, til stuðnings eftir­lif­enda eftir sjálfs­víg og til stuðnings for­varna gegn sjálfs­vígum.

Bene­dikt segir að það verði mikið um að vera um allt land á laugar­daginn.

„Í gær var sam­vera í Víði­staða­kirkju og það er sam­vera á laugar­daginn í Dóm­kirkjunni. Þetta snýst um sam­stöðu um for­varnir gegn sjálfs­vígum og er aðal­lega hugsað fyrir fjöl­skyldur til að minnast þeirra sem þau hafa misst. Út um allt land eru sam­verustundir, bæði á Akur­eyri og stórir tón­leikar á Húsa­vík. Það er mjög mikið um að vera á landinu,“ segir Bene­dikt og að það sem Píeta vilji í ár leggja áherslu á sé fjölskyldan og eftirfylgnin eftir missi.

„Við viljum leggja á­herslu á að það sé til nóg af úr­ræðum fyrir fjöl­skyldur sem leita til okkar eftir missi. Það er kannski svo­lítið þemað tíunda septem­ber á þessu ári. Píeta sam­tökin eru að bregðast við því með að vera með stuðnings­hópa bæði í Reykja­vík og Akur­eyri,“ segir Bene­dikt.

Glímir þú við sjálfs­víg­hugsanir ráð­leggjum við þér að ræða málin við sér­þjálfaða ráð­gjafa Rauða krossins í hjálpar­símanum, 1717, eða á net­spjalli Rauða krossins. Einnig reka Píeta samtökin gjaldfrjálsa þjónustu fyrir fólk í sjálfsvígshættu, sem glímir við sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra.

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra ávarpaði gesti.
Fréttablaðið/Getty