Meðlimir áhafnar norsks flutningaskips neyddust til að stökkva í sjóinn undan ströndum Noregs nú í kvöld. Skipið er vélarvana í miklum öldugangi skammt frá Raumdal.

Norskir fjölmiðlar greina frá því að auðveldara sé að bjarga mönnunum úr sjónum en af skipinu. Níu eru í áhöfn skipsins.

Skipið varð vélarvana örstutt frá skemmtiferðaskipinu sem rak upp að landi í dag. Átta slösuðust þar, en þar af þurfti að flytja fjóra á sjúkrahús vegna beinbrota og skurða.

Mjög vont veður er á svæðinu og aðstæður til björgunar erfiðar.


Uppfært kl. 22:58: Búið er að bjarga öllum skipverjunum.