„Ég er enn­þá að díla við eftir­köstin og mun alltaf gera,“ segir Ágústa Eva Er­lends­dóttir söng- og leik­kona í sam­tali við Frétta­blaðið. Á morgun fer fram munn­legur mál­flutningur í máli sem hún höfðaði á hendur bíla­þvotta­stöðinni Löðri vegna at­viks sem hún lenti í árið 2015. 

Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en máls­at­vik eru þau að Ágústa fór með bílinn sinn í þvott á bíla­þvotta­stöð fyrir­tækisins við Holta­garða. Í miðju bíla­þvottar­ferli ýtti hún á takka fyrir tjöru­hreinsi þegar hún heyrði í sömu and­rá að stór hurð fór af stað í áttina að henni úr loftinu. Ágústa lenti á milli húddsins á bílnum sínum og hurðarinnar sem þrýsti fast á líkama hennar.

Blöskraði framkoma forsvarsmanna Löðurs

Henni tókst að halda hurðinni í skefjum þar til Björn Þor­valds­son sak­sóknari, sem staddur var á þvotta­stöðinni, kom henni til bjargar. Læknar segja að hún hafi verið afar hætt komin. 

Hún segir það hafa verið á­kveðið nokkuð fljót­lega eftir at­vikið að hún myndi fara í mál. Fyrir­tækið lofaði bót og betrun og að sam­bæri­legt at­vik myndi ekki koma upp aftur. Ágústa segir sam­skiptin þó alls ekki hafa verið góð. 

„Mér eigin­lega bara blöskraði svo­lítið fram­koman og við­mótið. Það var eigin­lega bara svona á­setningur um að reyna að loka þessu með ó­keypis þvotti í nokkur skipti eða eitt­hvað svo­leiðis og þau gerðu að mér fannst lítið úr at­vikinu,“ segir hún og bætir við: 

Eins og í hryllingsmynd

„Þegar maður er næstum því búinn að týna lífi sínu er það síðasta sem maður hugsar um að fá ó­keypis þvott.“ 

„Þetta var eigin­lega bara tifandi tíma­sprengja,“ segir Ágústa síðan og bætir við að það sé ein­fald­lega heppni að enginn hafi hrein­lega týnt lífi á þvotta­stöðinni á undan henni. Fyrir­tækið hafi brugðist öryggis­skyldum sínum en hún kveðst hafa kært málið tvisvar til lög­reglu. Í kjöl­farið hafi hurðirnar verið inn­siglaðar og að hennar sögn eru þær ekki í notkun í dag. 

„Það var þannig að líf­færin á mér voru alveg á nippinu. Þau voru það bólgin og raunar var bara sekúndu­spurs­mál hve­nær eitt­hvað myndi springa inni í mér,“ segir Ágústa þegar hún rifjar at­vikið upp, en hún líkir því við hryllings­mynd í „splatter-stíl“. 

Af­leiðingarnar hafi verið gífur­legar fyrir hana, bæði líkam­lega og and­lega. Hún geti til að mynda ekki tekið þátt í leik- eða söng­sýningum sem krefjast líkam­legs á­lags.

Fékk áfallastreituröskun

„Söng­vöðvarnir, sem liggja yfir sólar­plexusnum þar sem hurðin fór yfir, eru ó­virkir þannig ég hef þurft að finna nýjar leiðir til að sinna minni at­vinnu. Ég beiti til dæmis vöðvum sem eru „un­heard of“ hjá söng­kennurum, bak- og hliðar­vöðvum.“

And­legu eftir­köstin séu að sama skapi enn­þá við­varandi, þremur árum síðar. „Ég fékk mjög al­var­lega á­falla­streitu­röskun í kjöl­far í slyssins og gat ekki sinnt at­vinnu minni fyrsta árið,“ segir hún og bætir við að nú þurfi hún að velja vand­lega hvers lags verk­efni hún tekur að sér á sviði söng- og leik­listar. 

„Ég mun væntan­lega aldrei geta tekið þátt í leik­sýningum eins og Línu [inn­sk. blm. Lang­sokki] og hef þurft að finna nýjar leiðir til að sinna minni at­vinnu og dag­lega lífi,“ segir Águsta að lokum.