Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tví­­vegis heldur í­trek­að. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neit­aði honum þá nið­ur­lægði hann mig með ýmsum hætti. 

Þetta skrifar Bára Huld Beck, blaða­maður á Kjarnanum, í pistil á Kjarnanum

Bára Huld er konan sem varð fyrir áreitni af hálfu Ágústar Ólafs, þingmanns Samfylkingarinnar, en hann tók sér tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum eftir að hafa verið áminntur af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar vegna málsins. 

Ágúst Ólafur upp­lýsti um á­minninguna á Face­book á föstu­dag en þar segist hann hafa í tví­gang spurt konuna hvort hann mætti kyssa hana, en fengið neitun. Hafi hann þá brugðist ó­kvæða við og látið særandi orð falla. Bára segir í pistlinum að Ágúst Ólafur geri lítið úr at­vikinu, og því finni hún sig knúna til að tjá sig um málið og greina frá rang­færslum hans. 

„Vinnu­­stað­ur­inn sem Ágúst Ólafur minn­ist á í yfir­­­lýs­ingu sinni er vinnu­­staður minn, Kjarn­inn. Við höfðum hist fyrr um kvöldið með öðrum, haldið á­fram spjalli eftir að hafa yfir­­­gefið bar­inn þar sem við hitt­umst og til­­­gang­ur­inn með því að fara á vinnu­­stað­inn var ein­­göngu sá að halda spjalli okkar á­fram. Hann er þing­mað­ur, var í opin­beru sam­bandi með annarri konu sem greint hafði verið frá í fjöl­­miðlum og fyrr­ver­andi hlut­hafi í Kjarn­an­um. Allt þetta gerði það að verkum að ég hélt að hann hefði ekki með neinum hætti mis­skilið að­stæð­ur,“ skrifar Bára. 

„Ágúst Ólafur yfir­­gaf ekki skrif­­stof­una þegar ég bað hann um það. Ég fylgdi honum á end­anum á­kveðin út með þeim orðum að ég treysti mér ekki til að vera í sama rými og hann. Hann lét samt ekki segj­ast og hélt þving­andi á­reitni sinni á­fram í lyft­unni á leið­inni út.“

Kæru vinir, Í síðustu viku hlaut ég áminningu frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar og finnst mér rétt að stíga það skref...

Posted by Ágúst Ólafur Ágústsson on Friday, December 7, 2018

Algjört varnarleysi

Bára segist hafa upp­lifað al­gjört varnar­leysi og kvíða í kjöl­farið, ekki síst vegna ótta um að at­vikið gæti haft á­hrif á starfs­öryggi hennar. Hún segist hafa sent Ágústi tölvu­póst á tvö net­föng en ekkert svar fengið, fyrr en þegar Ágúst hringdi og baðst af­sökunar, en þá kvaðst hann ekki hafa fengið skila­boðin. 

„Seinna um sum­arið á­kváðum við að hitt­ast í vitna við­ur­vist og ræða saman um það sem átt hafði sér stað. Ég út­skýrði þar fyrir honum líðan mína og á­hrifin sem þetta hefði haft á mig. Hann rengdi ekki frá­­sögn mína af at­vik­inu með neinum hætti og baðst aftur af­sök­un­ar. Þar varð mér einnig ljóst að hann virt­ist ekki ætla að segja neinum frá þessu at­viki,“ segir Bára. Hún hafi þá haft sam­band við Loga Einars­son, for­mann Sam­fylkingarinnar, sem hafi ráð­lagt henni að senda inn erindi til trúnaðar­nefndar.  

 Nefndin skilaði niður­stöðu í lok nóvember, en þar segir:  

  „Ágúst Ólafur Ágústs­­son sæti á­minn­ingu fyrir að hafa brotið gegn Báru Huld Beck með eft­ir­far­andi hætti: Með því að reyna end­ur­­tekið og í ó­þökk þol­anda að kyssa hana á starfs­­stöð Kjarn­ans 20. júní 2018 og varðar það við reglu 3.1.3. Með því að nið­ur­lægja og auð­­mýkja þol­anda meðal ann­ars með nið­ur­lægj­andi og móðg­andi at­huga­­semdum um út­lit hennar og vits­muni þegar til­­raunir hans báru ekki árangur og varðar það við reglu 3.1.2. Þá telur nefndin að Ágúst Ólafur hafi með fram­komu sinni gegn þol­anda snið­­gengið stefnu Sam­­fylk­ing­ar­innar gegn ein­elti og á­reitni og bakað fé­lögum sínum í Sam­­fylk­ing­unni tjón með því að virða ekki 1., 4. og 11. gr. siða­reglna flokks­ins. Á­kvörð­unin styðst við verk­lags­­reglur 6.1.3 um mót­töku og með­­ferð um­kvart­ana á sviði ein­eltis og á­reitn­i.“  

Í lok pistilsins segir Bára:

„Það er á­byrgð­ar­hlutur að senda frá sér yfir­­­lýs­ingu um mál sem þessi, eins og Ágúst Ólafur gerði. En ef slík yfir­­­lýs­ing er skrum­skæld á ein­hvern hátt er hætt við að röng og jafn­vel var­huga­verð skila­­boð séu send út í sam­­fé­lag­ið. Yfir­­­lýs­ing Ágústar Ólafs er ekki í sam­ræmi við mála­vexti. Hún gerir mun minna úr því sem átti sér stað en til­­efni var til. Þetta var ekki bara mis­heppnuð við­­reynsla, heldur í­trekuð á­reitni og nið­ur­læg­ing.“

Grein Báru má lesa í heild hér.

Kjarninn hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins en hana má lesa hér:

Stjórn og stjórn­endur Kjarn­ans standa, og hafa stað­ið, 100 pró­sent á bak við starfs­mann fyr­ir­tæk­is­ins sem var í sumar þol­andi áreitni þing­manns.

Stjórn og stjórn­endur Kjarn­ans gerðu þol­anda ljóst frá upp­hafi að hann réði ferð­inni í þessu máli og til hvaða aðgerða hann taldi rétt­ast að grípa. Eftir að fyrir lá við­ur­kenn­ing ger­anda á því sem átti sér stað, en eng­inn sýni­legur vilji til að bregð­ast við hegðun sinni með öðrum hætti, þá ákvað þol­andi að koma vit­neskju um áreitn­ina á fram­færi við stjórn­mála­flokk­inn sem ger­and­inn situr á þingi fyr­ir. Þar var mál­inu beint í far­veg nýstofn­aðrar trún­að­ar­nefnd­ar.

Sú nefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu 27. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að þing­maður flokks­ins hefði brotið gegn tveimur siða­reglum hans. Þing­mað­ur­inn hafi auk þess, með fram­komu sinni, snið­gengið stefnu flokks­ins gegn ein­elti og áreitni og bakað með því félögum sínum í flokknum tjóni. Fyrir þessi brot, gegn starfs­manni Kjarn­ans, sætti þing­mað­ur­inn áminn­ingu trún­að­ar­nefnd­ar.

Þegar sú nið­ur­staða lá fyrir var það ákvörðun stjórn­mála­flokks­ins að ákveða hvað hann vildi gera með hana. Sú nið­ur­staða liggur nú fyr­ir.

Þol­and­inn í þessu máli, líkt og öllum öðrum áreitni- og ofbeld­is­mál­um, á að hafa fullan rétt yfir því hvort, hvenær og hvernig hann tjáir sig um þau atvik sem hann verður fyr­ir. Fjöl­miðlar sem og aðrir eru beðnir um að virða þau mörk.

Með vin­semd og virð­ingu,

Hjálmar Gísla­son, stjórn­ar­for­maður Kjarn­ans miðla.