Kjörinn vara­for­maður Eflingar, Agnieszka Ewa Zi­ól­kowska, tekur við em­bætti formanns og gegnir því fram að næstu formanns- og stjórnar­kosningum, sem sam­kvæmt lögum fé­lagsins fara fram fyrir lok mars á næsta ári. Vara­for­maður var kjörinn af stjórn og tekur Ólöf Helga Adolfs­dóttir við því em­bætti.

Þetta kemur fram í nýrri yfir­lýsingu frá stjórn Eflingar sem barst fjöl­miðlum fyrir skemmstu. Á fundinum var af­sögn Sól­veigar Önnu Jóns­dóttur úr em­bætti formanns Eflingar af­greidd.

Biðja fjölmiðla um frið

Segir í yfir­lýsingunni að stjórnin leggi á­herslu á að tryggja ó­rofa starf­semi fé­lagsins. Segir þar að Efling búi að ríkri sögu sem nær aftur til upp­hafs verka­lýðs­hreyfingarinnar.

„Fé­lagsins bíður það mikla verk­efni undir­búa næstu kjara­samnings­við­ræður en samningar eru lausir í lok næsta árs. Í þessu verk­efni mun Efling á­fram vera sterkur mál­svari verka­fólks. Stjórn Eflingar vill þakka Sól­veigu Önnu Jóns­dóttur og Viðari Þor­steins­syni fyrir þeirra störf í þágu fé­lagsins á þeim tæp­lega fjórum árum sem þau hafa verið í for­ystu. Fram­lag þeirra í þágu lág­launa­fólks, kvenna og fólks af er­lendum upp­runa á Ís­landi verður seint full­þakkað,“ segir í til­kynningunni.

„Stjórn Eflingar mun nú ein­beita sér að þeim verk­efnum sem henni ber að sinna. For­maður mun starfa með skrif­stofunni að því að greiða úr þeim vanda­málum sem hafa komið upp í starf­semi fé­lagsins. Þrátt fyrir þann á­greining sem ratað hefur í fjöl­miðla eru stjórn og starfs­fólk ein­huga í því að tryggja þjónustu við fé­lags­menn Eflingar.“

Þá eru fjölmiðlar að síðustu beðnir um að veita stjórn Eflingar frið.

„Stjórn biður fjöl­miðla um að veita fé­laginu frið til að sinna þessum verk­efnum og mun ekki veita nein fjöl­miðla­við­töl að sinni.“

Yfir­lýsing stjórnar Eflingar í heild sinni:

Stjórn Eflingar hittist á fundi í dag, 4. nóvember. Á fundinum var af­sögn Sól­veigar Önnu Jóns­dóttur úr em­bætti formanns Eflingar af­greidd. Kjörinn vara­for­maður, Agnieszka Ewa Zi­ól­kowska, tekur við em­bætti formanns og gegnir því fram að næstu formanns- og stjórnar­kosningum, sem sam­kvæmt lögum fé­lagsins fara fram fyrir lok mars á næsta ári. Vara­for­maður var kjörinn af stjórn og tekur Ólöf Helga Adolfs­dóttir við því em­bætti.

Stjórn Eflingar leggur á­herslu á að tryggja ó­rofa starf­semi fé­lagins. Efling býr að ríkri sögu sem nær aftur til upp­hafs verka­lýðs­hreyfingarinnar á Ís­landi. Hjá Eflingu vinnur stór hópur fólks sem þjónustar fé­lags­menn á hverjum degi. Fé­lagið veitir upp­lýsingar og að­stoð vegna launa­út­reikninga og kjara­mála, það veitir náms­styrki og leigir fé­lags­mönnum or­lofs­hús. Efling rekur öflugan sjúkra­sjóð þar sem m.a. er hægt að sækja greiðslur vegna lang­varandi veikinda en einnig ýmsa aðra styrki sem snúa að heilsu­eflingu. Efling veitir lög­fræði­að­stoð vegna á­greinings við at­vinnu­rek­endur og sinnir um­fangs­miklu fræðslu­starfi. Þessi starf­semi verður eftir sem áður kjarninn í starfi Eflingar með hags­muni fé­lags­manna alltaf í for­grunni.

Fé­lagsins bíður það mikla verk­efni undir­búa næstu kjara­samnings­við­ræður en samningar eru lausir í lok næsta árs. Í þessu verk­efni mun Efling á­fram vera sterkur mál­svari verka­fólks. Stjórn Eflingar vill þakka Sól­veigu Önnu Jóns­dóttur og Viðari Þor­steins­syni fyrir þeirra störf í þágu fé­lagsins á þeim tæp­lega fjórum árum sem þau hafa verið í for­ystu. Fram­lag þeirra í þágu lág­launa­fólks, kvenna og fólks af er­lendum upp­runa á Ís­landi verður seint full­þakkað.

Stjórn Eflingar mun nú ein­beita sér að þeim verk­efnum sem henni ber að sinna. For­maður mun starfa með skrif­stofunni að því að greiða úr þeim vanda­málum sem hafa komið upp í starf­semi fé­lagsins. Þrátt fyrir þann á­greining sem ratað hefur í fjöl­miðla eru stjórn og starfs­fólk ein­huga í því að tryggja þjónustu við fé­lags­menn Eflingar.

Stjórn biður fjöl­miðla um að veita fé­laginu frið til að sinna þessum verk­efnum og mun ekki veita nein fjöl­miðla­við­töl að sinni.