„Sól­veig Anna hefur ein­hliða á­kveðið að gjör­sam­lega hunsa vilja næstum 500 fé­lags­manna sem kröfðust þess að fé­lags­fundur verði haldinn föstu­daginn 22. apríl,“ segir Agnieszka Ewa Ziólkowska, vara­for­maður Eflingar í færslu á face­book síðu sinni.

Hún segir að Sól­veig Anna hafi þess í stað á­kveðið að boða til stjórnar­fundar 24. apríl til þess að á­kveða dagsetningu fyrir félagsfundinn.

„Ég for­dæmi fram­ferði formanns í þessu máli og krefst þess að hún haldi fé­lags­fundinn 22. apríl, líkt og þessir fé­lags­menn fóru fram á.“

Sólveig Anna hafði lýst óánægju með frétt á Vísi fyrr í dag sem hún kallaði smellibeitu. Þar fullyrti hún meðal annars að varaformaður Eflingar, Ólöf Helga Adolfsdóttir sé ekki enn búin að jafna sig á að hafa tapað kosningum um félagið þann 15. febrúar síðastliðinn.