Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, tilkynnti það að hún hyggi á starfslok í nýárspredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun.

Hún mun þó gegna embætti sínu næstu átján mánuði en hún hyggur á að ljúka vísitasíu sinni um landið í Bolungarvík á sjómannadaginn árið 2024. Agnes mun þá einnig fagna sjötugs afmæli sínu það árið.

„Þegar ég lít yfir far­in veg er ég afar stolt af því sem áunn­ist hef­ur. Ég vissi að oft yrði á bratt­ann að sækja í þeirri um­bóta­vinnu sem ég vildi leggj­ast í. Og oft hef­ur gefið á bát­inn. En þá er gott að hafa styrk­ing­ar­orð frels­ar­ans í huga og hjarta sem hef­ur ávallt lægt öld­urn­ar þegar við læri­svein­arn­ir verðum hrædd, þreytt og mædd í bátn­um,“ sagði hún í pré­dik­un sinni.

Agnes sagði einnig að kirkjan gegni enn mikilvægi starfi í nútímanum.

„Við búum við gott velferðarkerfi hér á landi miðað við mörg önnur lönd þó alltaf megi gera betur. Fyrir nokkru var ég spurð að því hvort að þjóðkirkjan hefði hlutverki að gegna í nútímasamfélagi. Um það eru deildar meiningar sýnist mér þegar lesið er eða hlustað á hina ýmsa miðla sem nútíminn býður upp á. En fólkið í kirkjunni er þess fullvisst að hlutverk kirkjunnar er mikilvægt nú sem fyrr,“ sagði Agnes.

Agnes tók við embætti sínu árið 2021 og er hún fyrsti kvenbiskup Íslands. Hún sagði að þjóðkirkju­dag­ar er nýr bisk­up verði kos­inn verði haldn­ir á mörk­um sum­ar og hausts árið 2024. Dag­arn­ir munu enda með vígslu á nýj­um bisk­upi Íslands.