Á Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld:

Hinsegin dagar hófust í gær. Dragdrottningin Agatha P segir dagana núna beinast að öllum aldurshópum og ekki síst að eldra fólki sem ef til vill fær ekki skilning á dvalarheimilinum í dag og leynir þá kynhneigð sinni og kynvitund.

Jón Kaldal, ritstjóri og Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur ræða stöðu flokkanna og ríkisstjórnarinnar nú þegar Alþingiskosningarnar færast nær en þær verða 25.september næstkomandi

Átta flokkar á þingi núna en þeir gætu orðið níu talsins. Og þá er Sósíalistaflokkurinn sá sem við bætist en flokkurinn mælist með nægt fylgi til að ná manni á þing.

Helstu tíðindi: Blaðamennirnir Fanndís Birna Logadóttir og Bjarki Sigurðsson fara yfir helstu tíðindi innanlands og utan og nokkra hápunkta frá Ólympíuleikunum í Tokyo.

Fréttavaktina í heild sinni má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.