Í hug­leiðingum veður­fræðings á Veður­stofu Ís­lands segir að í dag eigi að vera á­gætt ferða­veður og þannig ættu allir að komast heim eftir helgina.

Víða verður rigning eða skúrir á norðan­verðu landinu, en bjart með köflum sunnan til og þurrt að mestu.

Hitinn verður á bilinu 5 til 9 stig fyrir norðan en 8 til 15 stig að sunnan.

Sjá má hug­leiðingar veður­fræðings hér að neðan:

Norð­læg átt á frí­degi verslunar­manna, kaldi eða strekkingur vestan­til, en annars hægari. Dá­lítil væta á norðan­verðu landinu, en bjart syðra. Fremur svalt á norðan­verðu landinu, en milt syðra. Í stuttu máli á­gætt ferða­veður þannig að allir ættu að komast heim eftir helgina.

Svipað veður á morgun, en skúrir suð­austan­til. Rignir tals­vert norðan- og austan­lands á mið­viku­dag og hvessir heldur.

Veðrið í hádeginu í dag.
Mynd/Veðurstofa Íslands