Innlent

Af­vopnunar­ráð­stefna NATO haldin á Ís­landi í haust

Ísland mun hýsa afvopnunarráðstefnu undir merkjum NATO í haust. Katrín Jakobsdóttir bauð fulltrúum ICAN að taka þátt, en samtökin berjast gegn kjarnorkuvopnum.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hef­ur setið leiðtoga­fund Atlandshafsbandalagsins í Brussel síðustu tvo daga. Fréttablaðið/Getty

Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, bauð full­trúum al­þjóð­legu sam­takanna ICAN á af­vopnunar­ráð­stefnu á vegum At­lands­hafs­banda­lagsins sem fram fer á Ís­landi í haust. Hún fundaði með full­trúum ICAN eftir að leið­toga­fundi banda­lagsins lauk í dag.

Sam­tökin sem berjast fyrir eyðingu kjarn­orku­vopna hlutu friðar­verð­laun Nóbels í fyrra. Í til­kynningu frá for­sætis­ráðu­neytinu segir að mikil­vægt sé að sam­tal eigi sér stað milli ríkja NATO og þeirra gras­rótar­sam­taka sem hafa staðið fremst í flokki í bar­áttunni fyrir af­vopnun.

Katrín gerði af­vopnun að sér­stöku um­tals­efni á fundinum í gær þar sem hún lagði aðal­á­herslu á kjarn­orku­af­vopnun á­samt því að tala fyrir heims­friði.

Hún tók einnig þátt í hliðar­við­burði þar sem hún ræddi sér­stak­lega um öryggi á breiðum grunni og talaði fyrir því að byggja frið­sam­legri heim meðal annars með þróunar­sam­vinnu, auknum jöfnuði og jafn­rétti og að­gerðum gegn loft­lags­breytingum.

Daginn endaði hún með að hitta Claire Hutchin­son, sérstökum full­trúa fram­kvæmdar­stjóra At­lants­hafs­banda­lagsins í mál­efnum kvenna, friðar og öryggis.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Samfélag

Hinsegin kórinn og Andrea Gylfa flytja Loksins

Alþingi

80 milljónir í Þingvallafund Alþingis

Umhverfismál

Fjöldi athugasemda við drög að umhverfismati

Auglýsing

Nýjast

Svíþjóð

Með forræðið þótt þeir hafi myrt mæðurnar

Skipulagsmál

Mótmæla ónæði vegna veitinga í Ásmundarsal

Umhverfismál

Vottunarfyrirtækið ASC hnýtir í fiskeldisstarfsemi í Tálknafirði

Kjaramál

Deiluaðilar verði að leysa hnútinn

Heilbrigðismál

Tíma­móta­rann­sókn gefur til­efni til bjart­sýni

Viðskipti

Samkeppnisyfirvöld rannsaka samstarf evrópskra matvörurisa

Auglýsing