Logi Einars­son for­maður Sam­fylkingarinnar fór hörðum orðum um nýja ríkis­stjórn Sjálf­stæðis­flokksins, Fram­sóknar­flokksins og Vinstri hreyfingarinnar – græns fram­boðs í um­ræðum um stefnu­ræðu for­sætis­ráð­herra í kvöld.

Logi hefur ræðuna sína á því að óska ríkis­stjórninni með „endur­nýjuð hjú­skapar heit,“ eins og hann orðar það. „Eftir brös­ótt fjögurra ára hjóna­band.“

Efast Logi um að sam­starfið, þvert á á­taka­línur, muni leiða af sér það sem lofað var. „Ráða­hagurinn átti að skila risa­skrefum í loft­lags­málum, stór­á­taki í mennta­málum, breytingum á stjórnar­skrá, auknum jöfnuði“ segir Logi.

Logi líkir ríkis­stjórnar­sam­starfinu við mat­seðil á veitinga­stað þar sem lit­myndir af réttum eru nú upp­litaðar og „ekkert sér­stak­lega kræsilegt.“

„Það sem í upp­hafi virtist hag­kvæmnis­hjóna­band ó­líkra og ást­ríðu­fullra ein­stak­linga – byggir nú á gagn­kvæmri virðingu fyrir svipuðum gildum; aftur­halds­semi, kjark­leysi og fá­læti and­spænis ó­jöfnuði,“ segir Logi.

„Fólk sem að­hyllist fé­lags­legt rétt­læti og frjáls­lyndi hlýtur að spyrja sig: Hvers virði er pólitískur stöðug­leiki sem hvílir á varð­stöðu um ó­rétt­lætan sjávar­út­veg, efna­hags­stjórn þeirra ríku, blindu á nauð­syn al­þjóða­sam­vinnu og vilja­leysi til að ráðast gegn ó­jöfnuði,“ segir Logi.

Gjörðir fylgi ekki orðum í lofts­lags­málum

Logi segir fjár­laga­frum­varpið að­eins gefa veika von um að ráðist verði gegn lofts­lags­ógninni og mætt tækni­breytingum, þrátt fyrir á­herslur stjórnar­sátt­málans.

Hann segir ríkis­stjórnina ekki leggja fram skýra að­gerðar­á­ætlun fyrir lofts­lags­að­gerðir né tryggja nægt fjár­magn. „Það er engin aukning til loft­lags­mála og upp­hæðinni sem varið er í þau er að­eins sú sama og beinn styrkur til land­búnaðarins,“ segir Logi.

Þá segir Logi að hug­vit og ný­sköpun muni leika stærra hlut­verk í fram­tíðinni og menntun mikil­vægur hluti af því. „Þess vegna hef ég efa­semdir um leið ríkis­stjórnarinnar að dreifa mennta- og menningar­málum í sex ráðu­neyti.“

Hvergi minnst á fátækt

Logi segir það vera metnaðar­lausa skamm­sýni að skoða ekki frekar sam­starf við Evrópu­sam­bandið. „Þá verða risa á­skoranir mannkyns aldrei leystar vel nema í mjög víð­tæku al­þjóð­legu sam­starfi,“ segir hann.

„Við erum auk þess rík þjóð og ber sið­ferðis­leg skylda til að axla ríkari á­byrgð í mjög mis­skiptum heimi. Hvort sem um er að ræða lofts­lags­mál, fá­tækt eða vanda fólks á flótta,“ segir Logi.

Hvergi er minnst á fá­tækt í stjórnar­sátt­málanum, sam­kvæmt Loga, auk þess sem ekki er gert ráð fyrir aukningu í hús­næðis­upp­byggingu eða barna­bætur. „Stjórn­völd hafa nefni­lega ríku hlut­verki að gegna í bar­áttunni gegn ó­jöfnuði; rétt­látt skatt­kerfi, fé­lags­legt hús­næði, barna­bætur og öflugar al­manna­tryggingar skipta máli,“ segir Logi. „Þetta þarf ríkis­stjórnin að hafa í huga and­spænis komandi kjara­við­ræðum."