Landspítalinn hefur nú aftur sett á heimsóknartakmarkanir og grímuskyldu vegna heimsfaraldurs Covid-19.

Frá þessu er greint í tilkynningu á vef spítalans frá farsóttarnefnd hans en sjúklingum hefur fjölgað ört undanfarna daga sem liggja inni á spítalanum vegna veikinda tengdum Covid-19.

Alls liggja 30 inni dag, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél.

Samkvæmt þessum nýju reglum er öllum starfsmönnum og gestum skylt að nota grímu á spítalanum auk þess sem heimsóknartími takmarkast við einn gest í eina klukkustund.