Innlent

Aftur byrjaðir að rukka við Hraunfossa

Landeigendur við Hraunfossa hófu í morgun gjaldtöku fyrir bílastæði aftur. Annar landeigandi og rekstraraðili veitingastaðar fer fram á að hún verði stöðvuð tafarlaust en Vegagerðin telur að hún brjóti gegn lögum.

Kristrún fer fram á að gjaldtakan verði stöðvuð. Vegagerðin segir að hún brjóti gegn lögum. Fréttablaðið/Pjetur

Umdeild gjaldtaka landeigenda við bílastæði í kringum Hraunfossa hófst í morgun. Annar landeigandi og eigandi veitingastaðar á svæðinu fer fram á að gjaldtakan verði stöðvuð tafarlaust. Umhverfisstofnun lét það í ljós síðasta sumar að gjaldtaka af þessu tagi væri óleyfileg og bryti gegn náttúruverndarlögum.

Vegagerðin hefur sömuleiðis áður óskað eftir því að slík gjaldtaka yrði stöðvuð enda fæli hún í sér óleyfilega hindrun.

„Þeir voru mættir hérna í morgun að rukka þegar við komum til vinnu,“ segir Kristrún Snorradóttir í samtali við Fréttablaðið, landeigandi á svæðinu, en hún rekur veitingaþjónustuna Hraunfossa. Hún vakti fyrst athygli á málinu í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar en tilkynnt var um gjaldtökuna á svæðinu síðasta sumar.

Umhverfisstofnun sagði í samtali við RÚV síðasta sumar að gjaldtakan á svæðinu væri óleyfileg. Um væri að ræða friðlýst svæði í umsjón stofnunarinnar og því stangaðist gjaldtakan á við náttúruverndarlög. Lögreglan stöðvaði gjaldtökuna á þeim tíma.

Gjaldtakan standist ekki lög

Mennirnir voru mættir með posa í morgun að sögn Kristrúnar sem segir að ekkert hafi breyst lagalega frá því gjaldtakan var stöðvuð í haust. Ökumenn bíla séu rukkaðir um 1000 krónur.

„Það er mikil lagaleg óvissa um hvort þeir hafi rétt til þess að gera þetta,“ segir Kristrún og spyr sig hvort þeir sem að komi á svæðið eigi ekki að fá að njóta vafans. Hún sé nú að bíða svara frá lögreglu um það hvort gjaldtakan verði stöðvuð.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, hafði ekki heyrt af umræddu atviki í morgun en sagði að slík gjaldtaka stæðist ekki lög. Vegagerðinni þætti miður að stunduð væri gjaldheimta á bílastæðum sem hún byggði og sæi um viðhald á.

Ekki náðist í lögregluna á Vesturlandi eða Umhverfisstofnun við vinnslu þessarar fréttar.

Frá gjaldtökunni í morgun. Mynd/Kristrún Snorradóttir

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Stunginn í hálsinn á Akra­nesi í nótt

Dómsmál

Tveir mánuðir fyrir heimilis­of­beldi

Lögreglan

Fanga­geymslur fullar eftir „kol­vit­lausa“ nótt hjá lög­reglu

Auglýsing

Nýjast

Bretar beiti sér ekki gegn dauða­refsingu „Bítlanna“

Þrír handteknir í tengslum við sýruárás

Tugir myrtir í fjórum árásum

Einn látinn og þrettán særðir eftir skot­á­rás í Tor­onto

Trump hótar Írönum í gegnum Twitter

Öruggara á internetinu

Auglýsing