Af­staða, fé­lags fanga á Ís­landi, fagnar því að dóms­mála­ráð­herra hefur brugðist við á­standi á fangelsis­málum og hinum löngu bið­listum með því að náða þá sem hafa beðið lengi eftir af­plánun. Um er að ræða ein­stak­linga sem hafa verið á boðunar­lista lengur en í þrjú ár.

Af­staða harmar það hins vegar að ráð­herra og starfs­hópur sá sem skipaður hefur verið um málið ætli sér að mis­muna dæmdum mönnum á grund­velli brota­flokka. „Ráð­herra og um­ræddur starfs­hópur ætla þannig að fella eigin dóm um það hvaða af­brot eða af­brota­menn eiga mögu­leika á náðun og hverjir ekki. Matið verður þar með hug­lægt og lík­lega ó­mál­efna­legt,“ segir í frétta­til­kynningu frá Af­stöðu.

„Hafi ein­staklingar á annað borð beðið af­plánunar lengur en í þrjú ár má ætla að það hafi ekki verið knýjandi þörf til þess að hneppa þá í fangelsi. En hin rúm­lega þriggja ára bið er þó fanga­vist í sjálfu sér þar sem við­komandi getur ekki undir­búið fram­tíð sína eða tekist á hendur skuld­bindingar í hinum sam­fé­lags­lega lífi. Brota­flokkur hefur ekkert með það að gera. Færa má rök fyrir því að minni hætta sé á því að veita ein­stak­lingum með al­var­legra brot náðun er ein­stak­lingum í örðum brota­flokkum,“ segir enn fremur í frétta­til­kynningunni.

Náðun skal ekki byggja á ótta fangelsisyfirvalda

Náðun í þessu til­liti skyldi byggja á hags­munum al­mennings jafnt sem hags­munum saka­manna að mati fé­lagsins. Hún skyldi ekki byggja á ótta fangelsis­yfir­valda við að beita dæmda menn jafn­ræði óháð brota­flokkum. Sömu sjónar­mið eiga við um reynslu­lausn.

„Af­staða þekkir ekkert ríki sem mis­munar dæmdum mönnum og föngum með þeim hætti sem gert er á Ís­landi þegar kemur að losun úr fanga­vist. Brota­flokkur ræður ekki ferðinni á hinum Norður­löndunum. Reyndar hefur Mann­réttinda­dóm­stóll Evrópu hafnað því að ó­mál­efna­leg sjónar­mið á við þyngd refsingar geti komið til skoðunar við á­kvörðun um losunar­tíma.“

Það er löngu tíma­bært að ís­lensk fangelsis­yfir­völd byggi losun úr fangelsum eð niður­fellingu fanga­vistar á raun­veru­legu mati á því hversu örugg og far­sæl sú losun getur orðið. Því er grund­vallar­skil­yrði að byggja á á­hættu­mati í hverju til­viki og líkum á því að við­komandi valdi sam­fé­laginu skaða á ný.

Guð­mundur Ingi Þór­odds­son, for­maður fé­lags fanga á Ís­landi, skrifar undir yfir­lýsinguna.