Bæjarráð Akureyrarbæjar samþykkti tillögu fjársýslusviðs um að afskrifa 434 kröfur á nýjasta fundi sínum. Heildarfjárhæðin sem um ræðir er tæplega níu milljónir króna.

Í fundargerðinni kemur fram að þarna sé einnig að finna yngri kröfur hjá gjaldþrota aðilum og einstaklingum sem fengið hafa greiðsluaðlögun en Dan Jens Brynjarsson, sviðsstjóri fjársýslusviðs Akureyrarbæjar, segir þetta hafa verið ýmis þjónustugjöld sem ekki voru greidd.