Mikil ó­á­nægja er innan leik­manna­hóps ís­lenska karla­lands­liðsins í knatt­spyrnu vegna af­skiptar stjórnar Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands, KSÍ, af leik­manna­vali í undan­keppni HM. Frá þessu er greint í Morgun­blaðinu.

Ef til frekari af­skipta KSÍ, af leik­manna­vali fyrir næstu verk­efni, kemur gætu sumir af reyndustu leik­mönnum liðsins lagt lands­liðs­skóna á hilluna.

Knatt­spyrnu­maðurinn Kol­beinn Sig­þórs­son var valinn í síðasta verk­efni lands­liðsins í byrjun septem­ber en eftir að um­ræða um meint of­beldis­verk hans frá árinu 2017 gegn tveimur stúlkum á skemmti­stað í mið­borg Reykja­víkur kom upp lét stjórn KSÍ taka hann úr hópnum.

Þá segir einnig í grein Morgun­blaðsins að tveir leik­menn til við­bótar hafi verið sakaðir um nauðgun á sam­fé­lags­miðlum. Þeir hafi þó ekki verið nafn­greindir. Sam­kvæmt upp­lýsingum hafi at­vikið átt sér stað árið 2010.

Um­ræddir leik­menn hafi ekki í lands­liðs­hóp fyrir síðasta verk­efni en lík­legt þyki að Arnar Þór Viðars­son, þjálfari ís­lenska liðsins, hafi hug á því að velja annan þeirra í hópinn fyrir næsta verk­efni lands­liðsins í októ­ber.

Þá sé KSÍ kunnugt um þessar á­sakanir sem birtar hafa verið á sam­fé­lags­miðlum og mögu­legt sé að stjórnin beiti sér fyrir vali á um­ræddum leik­mönnum. Fari svo gætu margir af reyndustu leik­mönnum liðsins lagt skóna á hilluna líkt og fyrr segir.