Þrír dómarar við á­frýjunar­dóm­stól í Banda­ríkjunum snéru í dag við dauða­dómi Dz­hokhar Tsarna­ev, sem á­samt bróður sín­um Tamerlan stóð að sprengju­á­rás­inni á Boston-mara­þonið 2013. Þrír létu lífið í á­rásinni og nokkuð hundruð særðust.

Dómari við al­ríkis­dóms­tól í Banda­ríkjunum hafði dæmt Dz­hokhar Tsarna­ev til dauða en hann var sak­felldur fyrir fimm brota­liði.

Á­frýjunar­dóm­stóll snéri hins vegar sak­fellingu Tsarna­ev við í þremur brota­liðum. Sam­kvæmt CNN er Tsarna­ev ekki á leið úr fangelsi í bráð hins vegar.

Dóm­stóllinn komst að þeirri niður­stöðu að nauð­syn­legt væri að á­kvarða refsingu yfir Tsarna­ev að nýju.

Lög­menn Tsarna­ev færðu rök fyrir því að hann hafi ekki fengið sann­gjörn réttar­höld þar sem dóms­málið var flutt í Boston skömmu eftir sprengju­á­rásina. Kvið­dómurinn var sam­kvæmt þeim upp­fullur af fólki sem hafði orðið fyrir á­hrifum af á­rásinni.

Þrír létust og nokkur hundruð særðust í árásinni árið 2013.
Ljósmynd/EPA

Tsarna­ev var dæmdur árið 2015 m.a. fyrir að hafa myrt Kryst­le Camp­bell, Martin Richard og Lingzi Lu í sprengju­á­rásinni. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa myrt lög­reglu­manninum Sean Colli­er nokkrum dögum seinna er hann var á flótta undan lög­reglunni. Þá misstu fjöl­margir út­limi eftir sprenginguna. Hann var 19 ára gamall og bróðir hans 26 ára þegar voða­verkið var framið .

Þegar Tsarna­ev var dæmdur til dauða árið 2015 var það í fyrsta skipti sem kvið­dómur við al­ríkis­dóms­tól í Banda­ríkjunum dæmdi hryðju­verka­mann til dauða eftir á­rásirnar í septem­ber 2001.

Hér að neðan má sjá tíst frá Boston Globe eftir réttarhöldin árið 2015.