Karl­maður á þrí­tugs­aldri, sem var síðast­liðinn febrúar dæmdur í lífs­tíðar­fangelsi í Nýja Sjá­landi fyrir að hafa myrt hina 21 árs gömlu Grace Milla­ne árið 2018, hefur nú á­frýjað dóminum en að því er kemur fram í frétt Telegraph um málið segir lög­maður mannsins að hann hafi ekki fengið sann­gjörn réttar­höld og að dómurinn hafi verið of harður.

Lög­maður mannsins, Rachael Reed, sagði við á­frýjunar­dóm­stólinn að hún væri ekki vera að af­saka hegðun mannsins eftir að Milla­ne lést en að það hafi spilað of stóru hlut­verki þegar dómurinn var á­kveðinn. Þá sagði hún að það hafi verið annmarkar á sakfellingunni, til að mynda hafi of mikil áhersla verið lögð á vitnisburð sérfræðivitna og lítið hafi verið rætt um samþykki.

Þarf að afplána minnst 17 ár

Líkt og áður hefur verið greint frá var maðurinn sak­felldur í nóvember í fyrra fyrir að hafa kyrkt Milla­ne, komið henni fyrir í ferða­tösku og grafið hana ná­lægt Auck­land í Nýja Sjá­landi en dóms­upp­kvaðning fór fram fjórum mánuðum síðar. Hann þarf að af­plána að minnsta kosti 17 ár áður en hann á mögu­leika á reynslu­lausn.

Maðurinn, sem hefur ekki enn verið nafn­greindur, hefur á­valt neitað að hafa myrt Milla­ne en að hans sögn lést Milla­ne meðan þau stunduðu gróft kyn­líf. Þau höfðu kynnst á Tinder í byrjun desember árið 2018 en hún fannst látin viku eftir stefnu­mót þeirra.