Á­fram­haldandi vonsku­veðri er spáð á norð­vestan­verðu landinu í dag og appel­sínu­gular við­varanir eru í gildi á Vest­fjörðum, Ströndum, Norður­landi vestra og við Breiða­fjörð. Vegir eru víða lokaðir en ekkert ferða­veður er á svæðinu vegna skaf­rennings, éljar og lé­legs skyggnis. Gular við­varanir eru í gildi í öðrum lands­hlutum og verða fram eftir mið­nætti í nótt.

Veðrið hefur náð há­marki í dag

Búist er við því að vind­hviður fari upp í 40 metra á sekúndu og hætta er á foktjóni. Daníel Þor­láks­son, veður­fræðingur hjá Veður­stofu Ís­lands segir vind þegar hafa náð há­marki á landinu. „Það er að fjara úr þessu núna og þá er það aðal­lega snjó­koman sem er til trafala,“ segir Daníel, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Það er þó ekki þar með sagt að veðrinu slúti á næstu klukku­tímum en við­varanir eru í gildi á Norð­vestur­landi til klukkan 15:00 á morgun. „Veður­hamurinn fer hægt og ró­lega minnkandi í nótt, það tekur tíma fyrir norðan­áttina að ganga niður.“

Hér má sjá viðvaranir Veðurstofunnar.
Mynd/Veðurstofa Íslands

Hættu­stig en í gildi á Vest­fjörðum

Ekki liggur fyrir hve­nær hættu- og ó­vissu­stig vegna snjó­flóða­hættu á norðan­verðum Vest­fjörðum verður létt. „Á­standið þar lagast ekkert fyrr en veðrinu slotar þar sem það dregur ekkert úr vanda­málunum fyrr en hættir að snjóa á svæðinu.“

Iðnaðar­hús­næði var rýmt á Ísa­firði í gær og þá er engin starf­semi er í sorp­­mót­tökunni Funu í Skutuls­­firði vegna snjó­flóða­hættu. Tinna Ólafs­dóttir upp­lýsinga­full­trúi Ísa­fjarðar­bæjar segir lífið í bænum þrátt fyrir það ganga sinn vana­gang. „Önnur starf­semi bæjarins er eins og hún á að sér að vera og við­varanirnar hafa að­eins á­hrif á iðnaðar­svæðið,“ segir Tinna í sam­tali við Frétta­blaðið.