Þriðju verk­falls­að­gerðir Eflingar, sem hófust um há­degi í gær, halda nú á­fram í dag og standa þær yfir þar til á mið­nætti á morgun. Að sögn Viðars Þor­steins­sonar, fram­kvæmda­stjóra Eflingar, hefur ekki verið boðað til nýs samninga­fundar milli fé­lagsins og Reykja­víkur­borgar eftir að fundinum á mánu­dag var frestað.

„Það er í raun ekkert að frétta úr við­ræðum. Þær fara náttúru­lega bara fram á þessum fundum sem ríkis­sáttar­semjari boðar til,“ segir Viðar í sam­tali við Frétta­blaðið að­spurður um hvort Efling hafi eitt­hvað heyrt frá Reykja­víkur­borg. Verk­falls­varsla verður í dag og mun Efling vera á ferðinni.

Leita lausna

Efling kemur til með að funda með trúnaðar­mönnum fé­lagsins hjá Reykja­víkur­borg síðar í dag þar sem farið verður yfir stöðuna. „Svo erum við bara byrjuð að undir­búa okkur fyrir næstu viku, við getum ekkert annað en að hefja þann undir­búning,“ segir Viðar en ó­tíma­bundið verk­fall fé­lags­manna hefst að öllu ó­breyttu í næstu viku.

„Við erum náttúru­lega alltaf að vinna hug­mynda­vinnu innan­húss að leita lausna á deilunni og förum náttúru­lega inn í þetta með þeim huga að við séum hér að reyna að leita lausna og mætast,“ segir Viðar en hann segist vona að slík hug­mynda­vinna sé einnig í gangi hjá Reykja­víkur­borg. „Hér vinnur fólk hörðum höndum við það.“

Verk­falls­að­gerðir Eflingar hófust í síðustu viku en verk­fallið var sam­þykkt með yfir­gnæfandi meiri­hluta fé­lags­manna Eflingar. Kjara­samningur fé­lagsins og Reykja­víkur­borgar rann út þann 31. mars í fyrra. Í sam­tali við Frétta­blaðið í gær greindi Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar, frá því að fé­lags­menn væru í bar­áttu­hug en hún var ekki bjart­sýn á að samningur myndi nást fyrir næstu viku.