Héraðs­dómur Reykja­víkur hefur nú úr­skurðað um á­fram­haldandi gæslu­varð­hald yfir manni vegna mann­drápsins í Rauða­gerði þann 13. febrúar síðast­liðinn.

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fór fram á á­fram­haldandi gæslu­varð­hald á grund­velli rann­sóknar­hags­muna en maðurinn verður í varð­haldi í viku, eða til mið­viku­dagsins 17. mars.

Alls eru nú fjórir í gæslu­varð­haldi vegna manndrápsins en lög­regla vill ekki veita frekari upp­lýsingar um málið að svo stöddu.

Meðal þeirra sem eru nú í gæsluvarðhaldi er albanskur karlmaður á fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa skotið Armando Beqirai til bana en hann var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna málsins í síðustu viku.