Lögregla fór í gær fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum, sem var einn eftir í varðhaldi, í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða. Hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, til sjöunda nóvember. Um er að ræða rúmlega fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunnar á Norðurlandi eystra, en þar segir að rannsókn málsins sé enn í fullum gangi.

Maðurinn var sá eini sem var eftir í gæsluvarðhaldi vegna andláts manns þann þriðja október.

Fjórir einstaklingar voru til að byrja með handteknir vegna málsins, og þrír þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en hinum tveimur var sleppt í síðustu viku.

Í fyrstu tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra kom fram að um manndrápsmál væri að ræða, og að hinn látni hefði verið með stungusár. Ekki hefði verið hægt að bjarga honum á vettvangi.