Skjálfti að stærð 4,7 var klukkan 19:01 í kvöld. Upptök skjálftans var 1,5 km suðvestur af Keili.

Enn skelfur jörðin og nötrar vegna öflugrar skjálftahrinu á Reykjanesinu. Skjálftinn sem varð eftir klukkan 19 er sá stærsti í dag en hann fannst vel um allt Reykjanes og á höfuðborgarsvæðinu.

Veðurstofa Íslands hefur haft nóg á sinni könnu í dag og segist alltaf vera við það að senda út upplýsingar um einn skjálfta þegar sá næsti ríður yfir.

Nú hafa fimm stórir skjálftar orðið í dag, allir yfir 4 að stærð. Virðast þeir vera að færa sig norðaustur, nær Keili og nær Hafnarfirði.

Von er á tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Fréttin verður uppfærð.