Hreyfing mælist enn í hlíðinni hægra megin við Búðar­á í skriðu­sárinu frá desember 2020. Í til­kynningu frá al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra kemur fram að unnið sé að greiningu gagna um ná­kvæmar færslur í kjöl­far rigninga í gær. Upp­lýsingarnar eiga að liggja fyrir síðar í dag og klukkan 16 verður haldinn í­búa­fundur með full­trúum Veður­stofunnar.

Vegna úr­komu í gær og ó­vissu sem henni fylgir, verður ekki í boði fyrir íbúa á rýmingar­svæðum að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Þá er öll ó­við­komandi um­ferð um skriðu­svæðið ó­heimil.

Í til­kynningu kemur fram að engar aðrar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðis­fjarðar.

Um klukkan níu í gær­kvöldi stytti upp eftir 40 milli­metra úr­komu líkt og spáð var. Ekki er gert ráð fyrir rigningu í dag en lítils háttar úr­komu á morgun, laugar­dag. Vel er fylgst með öllum mælum í hlíðinni ofan Seyðis­fjarðar.