Í dag er spáð hægri norðlægri eða breytilegri átt. Það á að vera skýjað með köflum og sums staðar él á vestanverðu landinu.

Það bætir heldur í vind af norðaustri eftir hádegi og í kvöld verða norðaustan 10-15 m/s á Vestfjörðum og Suðausturlandi. Það verður snjókoma með köflum eða él fyrir norðan og austan seinni partinn og með kvöldinu, en yfirleitt bjartviðri suðvestantil. 

Í nótt nálgast smá lægð suðausturland og hvessir þá talsvert af austri við suðurströndina. Í fyrramálið verða austan 13-20 m/s þar um tíma. Lægðin fjarlægist seinna um daginn og dregur þá úr vindi og úrkomum, en norðanlands mun haldast bjart og úrkomulaust að kalla.

Á morgun verða austan 8-15 m/s og dálítli snjókoma eða él syðst, en annars hægara og bjart með köflum.

Áfram verður fremur kalt í veðri, þó hækkandi sólin ylji okkur yfir daginn. Frost verður 0 til 8 stig, en hiti 0 til 5 stig syðst að deginum.

Færð á þjóðvegum

Suðvesturland: Hálkublettir víðast hvar á Reykjanesi, jafnvel hálka t.d., yfir Festarfjall. 

Vesturland: Greiðfært er í Borgarfirðinum, vestur Mýrar og á sunnanvert Snæfellsnes. Snjóþekja víðast hvar á norðanverðu Snæfellsnesi. Annars hálka eða hálkublettir víðast hvar og stillt veður. 

Vestfirðir: Þæfingsfærð og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði, sem og á Bjarnarfjarðarhálsi. Annars er víðast hvar hálka, hálkublettir eða snjóþekja. 

Norðurland: Aðalleiðir að mestu greiðfærar en hálkublettir eru á Öxnadalsheiði. Hálka eða snjóþekja er víða á útvegum en þæfingsfærð og snjókoma er í Almenningum. 

Norðausturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum. 

Austurland: Hálka eða hálkublettir en þó eitthvað um snjóþekju á útvegum. 

Suðausturland: Mikið til greiðfært en hálkublettir eru á Mýrdalssandi. 

Suðurland: Hálka eða snjóþekja víðast hvar en þæfingur í Þjórsárdal og ofarlega á Landvegi.