Rúmlega tvítugur maður sem grunaður er um að hafa orðið nágranna sínum að bana í Barðavogi 4. júní var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu samþykkti Héraðsdómur Reykjavíkur kröfu hennar um að varðhaldið yfir manninum yrði framlengt til 29. júlí. Hafi það verið gert á grundvelli almannahagsmuna og í þágu rannsóknar málsins. Maðurinn var handtekinn á staðnum eftir að lögreglu var gert viðvart um yfirstandandi líkamsárás.