Þrír menn sem grunaðir eru um skipu­lagða brota­starf­semi hér á landi voru í dag úr­skurðaðir í á­fram­haldandi gæslu­varð­hald á grund­velli al­manna­hags­muna, eða til 18. júlí næst­komandi. Einum hefur verið sleppt úr haldi en fjór­menningarnir voru hand­teknir í viða­miklum að­gerðum lög­reglu fyrr í þessum mánuði.

Rann­sókn lög­reglu snýr að fram­leiðslu fíkni­efna og peninga­þvætti. Alls voru sjö hand­teknir í að­gerðunum, og sam­hliða því var ráðist í hús­leit á níu stöðum. Í fram­haldinu voru fjórir úr­skurðaðir í gæslu­varð­hald, að því er segir í til­kynningu frá lög­reglu.

Lög­reglan bendir í til­kynningunni á upp­lýsinga­síma sinn, 800 5005, þar sem koma má á fram­færi upp­lýsingum um skipu­lagða brota­starf­semi – nafn­laust. Á­bendingum má jafn­framt koma á fram­færi í gegnum einka­skila­boð á Face­book.