Maðurinn, sem var hand­tekinn á fimmtu­daginn í síðustu viku í þágu rann­sóknar á brunanum við Bræðra­borgar­stíg, var úr­skurðaður í sjö daga á­fram­haldandi gæslu­varð­hald í Héraðs­dómi Reykja­víkur í morgun. Maðurinn hefur verið í gæslu­varð­haldi síðan á síðasta föstu­dag.

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu krafðist þess að gæslu­varð­haldið yfir manninum yrði fram­lengt um viku í þágu rann­sóknarinnar og féllst dómurinn á það á grund­velli al­manna­hags­muna. Maðurinn var hand­tekinn við rúss­neska sendi­ráðið skammt frá húsinu sem brann síðasta fimmtu­dag en þrír létust í brunanum. Maðurinn er á sjö­tugs­aldri.

Frétta­blaðið birti mynd­band af hand­tökunni við sendi­ráðið í síðustu viku.

Rann­sókninni miðar vel á­fram að sögn lög­reglu en vill ekki gefa frekari upp­lýsingar um málið að svo stöddu.

Á blaða­manna­fundi fyrir viku síðan greindi lög­regla frá því að rök­studdur grunur leiki á að eldurinn hafi kviknað af manna­völdum.