Héraðs­dómur Reykja­víkur úr­skurðaði í dag mann á sjö­tugs­aldri í fjögurra vikna á­fram­haldandi gæslu­varð­hald vegna brunans á Bræðra­borgar­stíg sem átti sér stað í lok júní síðast­liðnum. Rök­studdur grunur liggur á því að eldurinn hafi kviknað af manna­völdum.

Að því er kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu verður maðurinn í gæslu­varð­haldi til 8. septem­ber næst­komandi en maðurinn hefur verið í gæslu­varð­haldi frá 26. júní vegna gruns um aðild að elds­voðanum.

Lögreglan greindi frá því í síðustu viku að rannsókn á brunanum við Bræðraborgarstíg miðaði vel og hún væri langt komin.

Rannsakað sem manndráp af ásetningi

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá í lok júlí var maðurinn hand­tekinn sama dag og bruninn átti sér stað en málið er rann­sakað sem mann­dráp af á­setningi. Þá er maðurinn einnig grunaður um brot gegn vald­stjórninni, að hafa valdið elds­voða sem hafði í för með sér al­manna­hættu og hafa stofnað lífi annarra í hættu.

Alls létust þrír í brunanum við Bræðra­borgar­stíg. Tvær mann­eskjur fundust látnar í húsinu og ein kona lést af fallinu við að stökkva út um glugga á þriðju hæð. Fjórir ein­staklingar voru fluttir á spítala, þar af tveir al­var­lega slasaðir.