Karl­maður á sjö­tugs­aldri hefur verið úr­skurðaður í á­fram­haldandi gæslu­varð­hald til 3. febrúar vegna gruns um fjöl­mörg brot gegn börnum. Maðurinn var upp­runa­lega úr­skurðaður í gæslu­varð­hald í byrjun desember í mánuð.

Greint er frá á­fram­haldandi gæslu­varð­haldi á vef RÚV en héraðs­dómur Reykja­víkur úr­skurðaði um það í gær.

Fram kemur í frétt RÚV að búið sé að taka skýrslur af meira en 40 ein­stak­lingum vegna málsins og að meiri­hluti þeirra sé á barns­aldri en maðurinn notaði, meðal annars, Snapchat-for­ritið til að nálgast börnin. Maðurinn er grunaður um bæði blygðunar­semis- og barna­verndar­laga­brota gegn börnum og hafa reynt að hitta þau til að brjóta á þeim kyn­ferði­lega.