Land­ris á svæðinu vestan við fjallið Þor­björn á Reykja­nes­skaga er svipað og síðustu daga að sögn Bene­dikts G. Ó­feigs­sonar, sér­fræðings á sviði jarð­skorpu­hreyfinga hjá Veður­stofu Ís­lands, en Al­manna­varnir lýstu yfir ó­vissu­stigi vegna land­rissins á sunnu­dag.

„Það er á­fram til­tölu­lega hratt ris, þetta eru svona þrír eða fjórir milli­metrar á dag og þetta er að nálgast fjóra sentí­metra í heildina,“ segir Bene­dikt í sam­tali við Frétta­blaðið en hann segir stöðuna að mörgu leiti ó­breytta.

Sérfræðingar Veðurstofunnar komu fyrir nýjum mælum á svæðinu á þriðjudaginn en greint var frá því í gær að mælingar hafi ekki gefið neinar vísbendingar um að kvika sé komin nálægt yfirborðinu.

Getur haldið áfram lengi

Að­spurður um hvort ein­hver hætta stafi að land­risinu segir Bene­dikt að svo þurfi ekki að vera. „Þetta getur haldið á­fram svona lengi án þess að það gerist neitt meira,“ segir Bene­dikt. Þá segir hann mælingar benda til þess að þrýstingur sé stöðugt að aukast á um fimm kíló­metra dýpi.

„Á meðan þetta heldur á­fram án þess að það verði neinar sér­stakar breytingar þá búumst við ekki við að það sé neitt yfir­vofandi en þetta er bara eitt­hvað sem við fylgjumst með og munum sjá hvernig þróast,“ segir Bene­dikt.

Þá hefur skjálfta­virkni verið tölu­verð frá því að land­risið hófst og hafa nokkrir skjálftar fundist vel í Grinda­vík á síðustu dögum. Að sögn Bene­dikts hefur síðasti sólar­hringur þó verið til­tölu­lega ró­legur. „Það er skjálfta­virkni í kringum þetta og það má búast við frekari skjálfta­virkni. Það á ekkert að koma á ó­vart að það komi hrinur og skjálftar finnist.“