Enn er talin hætta á gróður­eldum víða um land. Í til­kynningu frá al­manna­varna­deild Ríkis­lög­reglu­stjóra segir að eftir stöðu­fund við­bragðs­aðila og Veður­stofunnar er niður­staðan sú að hætta á gróður­eldum er enn að mestu ó­breytt. Það er byggt á fyrir­liggjandi veður­spá og þeirri stað­reynd að víðast hefur úr­koman ekki náð langt niður í jarð­veginn og hann á­fram þurr.

Á­kveðnar breytingar eru þó á hættu­stigi og ó­vissu­stig sem er allt frá Breiða­firði og að Eyja­fjöllum og á Norður­landi vestra. Á Reykja­nesi hefur úr­koma verið að ein­hverju ráði undan­farið og því hefur svæðið verið fært niður á ó­vissu­stig en hættu­stig enn virkt annars staðar. Á Norður­landi vestra hefur ó­vissu­stig verið fært upp á hættu­stig.

Í til­kynningu kemur fram að sam­kvæmt veður­spá eru NA áttir fram­undan með á­fram­haldandi þurrkum.

Hættustig og óvissustig á landinu eins og staðan er 14. maí og útköll vegna gróðurelda.
Grafík/Fréttablaðið

Bann við opnum eld

Sam­hliða hættu­stigi al­manna­varna hafa allir slökkvi­liðs­stjórar á Norður­landi Vestra tekið þá sam­eigin­legu á­kvörðun að banna með­ferð opins elds vegna þurrka­tíðar sem nú geisar. Slökkvi­liðs­stjórar hafa sam­mælst um að slíkt bann sé nauð­syn­legt þar sem mikil eld­hætta getur skapast af litlum neista.

Bann þetta er í sam­ræmi við reglu­gerð og tekur gildi frá og með deginum í dag (14.5.2021) og tekur til þess land­svæðis sem hættu­stigið nær yfir. Bannið gildir þar til til­kynning um af­léttingu er send út. Brot varða sektum.

Al­menningur og sumar­húsa­eig­endur á skil­greindum svæðum eru hvattir til að:

  • Ekki kveikja eld innan sem utan­dyra (kamínur, grill, varð­eldar, flug­eldar og fleira)
  • Ekki nota ein­nota grill sem og venju­leg grill
  • Kanna flótta­leiðir við sumar­hús
  • Huga að bruna­vörnum (slökkvi­tæki, reyk­skynjarar) og gera flótta­á­ætlun
  • Ekki vinna með verk­færi sem hitna mikið eða valda neista
  • Fjar­læga eld­fim efni við hús (huga að stað­setningu gas­kúta)
  • Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er

Hægt er að kynna sér betur hættur vegna gróður­elda:

www.grodur­eldar.is

https://www.al­manna­varnir.is/natturuva/eld­haetta/

Ef fólk verður vart við gróður­elda á strax að hringja í 112.