Á­fram sinnir slökkvi­lið höfuð­borgar­svæðisins miklum fjölda sjúkra­flutninga dag hvern. Á­lagið hefur verið gríðar­legt á sjúkra­flutninga­kerfið í þriðju bylgju far­aldursins. Í gær voru verk­efni sjúkra­flutninga­manna 142 en af þeim voru 44 flutningar á Co­vid-smituðu fólki.

Í til­kynningu frá slökkvi­liðinu segir að mikill fjöldi Co­vid-sjúkra­flutninga í gær skýrist að hluta til vegna smits sem kom upp á deild Landa­kots­spítala í gær. Þurfti þá að flytja nokkurn fjölda sjúk­linga yfir á Foss­vogs­spítala.

Þá voru fá­ein dælu­bíla­út­köll í gær en þau voru öll minni­háttar.

Góðan dag öllsömul. Síðasti sólarhringur hefur verið ansi erilssamur hjá SHS en samtals voru 142 verkefni á sjúkrabíla...

Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Saturday, 24 October 2020

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur slökkvi­liðið unnið að því á síðustu vikum að fá auka­mann­skap til að sinna sjúkra­flutningunum. Einnig hafa nýir sér­út­búnir bílar verið teknir í notkun undir Co­vid-flutninga.