Í dag er spáð suðvestlægri eða breytilegri átt 5 til 13 metrum á sekúndu og skúrum, en rigning eða súld sunnan- og vestanlands í kvöld.

Þá er heldur hægari vindur á morgun með skúrum, en úrkomulítið sunnan til á landinu seinnipartinn.

Hiti er á bilinu 9 til 17 stig yfir daginn og hlýjast fyrir austan.

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands að útlit sé fyrir tiltölulega rólegt veður um helgina, hægan vind og enga aftaka úrkomu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Suðvestan og vestan 5-10 m/s og víða skúrir, en úrkomulítið sunnanlands seinnipartinn. Hiti 9 til 17 stig, mildast austan til.

Á laugardag:
Vestlæg átt 3-10, skýjað með köflum og víða dálitlar skúrir, en þurrt að kalla á Suðurlandi. Hiti 7 til 14 stig.

Á sunnudag:
Hæg breytileg átt og skúrir, en bjart að mestu á Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Hæg breytileg átt og stöku skúrir. Hiti áfram svipaður.

Á þriðjudag:
Hægt vaxandi suðlæg átt og fer að rigna á vestanverðu landinu síðdegis. Þurrt að kalla austanlands. Hiti 9 til 15 stig.

Á miðvikudag:
Suðlæg átt og rigning eða skúrir. Hlýnar í veðri.