Eftir hæg­lætis verður um helgina og bjarta daga er ekki út­lit fyrir miklar breytingar. Þetta kemur fram í hug­leiðingum veður­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands.

Þar segir að gert sé ráð fyrir fremur hægum vindi í vikunni sem er að byrja. Þó strekkingur með suður­ströndinni.

Þá spáir Veður­stofan dá­lítilli él af og til í mörgum lands­hlutum en bjartara þess á milli. Á­fram frost en hiti kringum frost­mark syðst.

Veður­horfur á landinu næstu daga:

Á þriðju­dag:
Suð­læg átt, 5-10 m/s, en austan 8-15 með suður­ströndinni. Bjart að mestu, en dá­lítil él suð­austan­til. Frost 2 til 10 stig, kaldast í inn­sveitum fyrir norðan, en frost­laust syðst.

Á mið­viku­dag og fimmtu­dag:
Suð­aust­læg átt, 3-10 m/s og skýjað að mestu, en dá­lítil slydda eða snjó­koma með suður- og suð­austur­ströndinni og hvassara þar. Hiti 0 til 5 stig syðst á landinu, en frost annars 1 til 6 stig.

Á föstu­dag:
Suð­aust­læg átt og lítils­háttar snjó­koma eða él, en þurrt að mestu fyrir norðan. Frost víða 1 til 6 stig, en á­fram kringum frost­mark syðst.

Á laugar­dag og sunnu­dag:
Norð­aust­læg átt og dá­lítil él og frost víða um land, en bjart­viðri suð­vestan­lands.