Á­form Svan­dísar Svavars­dóttur, heil­brigðis­ráð­herra, um laga­setningu til að heimila vörslu tak­markaðs magns á­vana- og fíkni­efna, hefur verið kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.Þar segir að með því sé stuðlað að því að taka skref í átt frá refsi­stefnu í mála­flokknum.

Vísað er til við­horfs­breytingar sem orðið hefur á heims­vísu á undan­förnum ára­tug, sam­hliða vaxandi efa­semdum um gagn­semi hinnar al­þjóð­legu bar­áttu gegn vímu­efnum.

Sam­ráð haft við Pírata

Í greinar­gerð um á­formin er vísað til ný­sam­þykktra laga um neyslu­rými, en á­formuðu frum­varpi sé meðal annars ætlað að styðja við þá lög­gjöf, enda talið að hún nái ekki mark­miði sínu án af­námi refsingar fyrir vörslu neyslu­skammta.

Einnig er vísað til frum­varps Pírata sem fellt var á Al­þingi síðast­liðið vor. Í kjöl­farið hafi vinna hafist innan heil­brigðis­ráðu­neytisins með hlið­sjón af efni frum­varps Pírata og at­huga­semdum sem um það bárust við þing­lega með­ferð. Fram kemur að sam­ráð hafi verið átt við þing­mann og full­trúa Pírata við vinnslu málsins í ráðu­neytinu.

Á ekki að vera vanda­mál lög­reglunnar

Hug­myndin er að líta á vanda vímu­efna­not­enda í ís­lensku sam­fé­lagi sem heil­brigðis­vanda­mála fremur en við­fangs­efni lög­reglu og refsi­vörslu­kerfisins. Skref í þá átt sé að gera vörslu neyslu­skammta á­vana- og fíkni­efna heimila og refsi­lausa, að því er fram kemur í greinar­gerð.

„Frum­varpið byggir á hug­mynda­fræði skaða­minnkunar en hug­mynda­fræðin vísar til stefna, verk­efna og verk­lags sem miðar fyrst og fremst að því að draga úr heilsu­fars­legum, fé­lags­legum og efna­hags­legum af­leiðingu, notkunar lög­legra og ó­lög­legra vímu­efna, án þess að megin­mark­miðið sé að draga úr vímu­efna­notkun,“ segir í greinar­gerðinni.