Minni tekjuskerðingar myndu auka atvinnuþátttöku öryrkja og fækka þeim sem þurfa lífeyri.

Þetta segir formaður Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ) sem elur jafnframt þá von í brjósti að ríkisstjórnin hækki lífeyri til öryrkja.

„Það er öruggt mál að í löndum þar sem hafa verið hvetjandi kerfi sem gera fólki kleift að fara út á atvinnumarkað án skerðingar, þá hefur það verið til mikilla bóta,“ segir Þuríður Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ.

Aldraðir munu, með breytingum sem ríkisstjórnin hyggst gera, geta unnið meira án þess að lífeyrir þeirra skerðist.

„Við erum með rannsókn sem sýnir að yfir 50 prósent fatlaðs fólks á Íslandi vilja vera á vinnumarkaði,“ segir Þuríður.