Ríkis­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjórana á Vest­fjörðum, Norður­landi vestra og Norður­landi eystra hefur af­lýst ó­vissu­stigi Al­manna­varna í fyrr­greindum um­dæmum vegna fár­viðris sem gekk yfir morgun og fram á dag.

Í frétta­til­kynningu frá Al­manna­vörnum hafa appel­sínu­gular við­varanir því verið teknar af, en gular við­varanir eru enn í gildi víða um land.

Sam­hæfingar­stöð Al­manna­varna hefur lokið störfum en veg­far­endur eru á­fram beðnir að fara var­lega þar sem á­fram má búast við vind­hviðum.

Þá hefur Veður­stofa Ís­lands hefur einnig af­lýst ó­vissu­stigi sínu vegna hættu á snjó­flóða­hættu á sunnan­verðum Vest­fjörðum.