Samkvæmt tilkynningu frá Veitum hefur gengið vel að koma framleiðslu á heitu vatni í gang í Nesjavallavirkjum. Því kemur ekki til lokana sem auglýstar voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld.

Þar segir að virkjunin starfi nú á fullum afköstum í hitaveitunni.

Vel hafi gengið að ná upp þrýstingi í þeim hverfum sem urðu fyrir heitavatnslokun í dag og ættu allir að vera komnir með fullan þrýsting innan skamms.