Ríkis­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjórann á Suður­nesjum, hefur á­kveðið að af­lýsa hættu­stigi vegna eld­gossins í Mera­dölum á Reykja­nes­skaga. Jafn­framt er af­lýst ó­vissu­stigi al­manna­varna vegna jarð­hræringa á Reykja­nes­skaga.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Ríkis­lög­reglu­stjóra.

Bent er á það að virkni í gígunum í Mera­dölum hafi legið niðri í tæpar þrjár vikur og hafa ó­róa­mælingar verið í sam­ræmi við það.

„Enn er fylgst vel með svæðinu með til­liti til aukinnar skjálfta­virkni, óróa og land­breytinga. Búast má við inn­skota­virkni og jarð­skjálftum á Reykja­nes­skaga á næstu misserum og er fólk því hvatt til þess að ganga vel frá innan­stokks­munum til að koma í veg fyrir líkams­meiðsl og tjón,“ segir í til­kynningunni.

Land­verðir starfa nú við gos­stöðvarnar og hafa þeir meðal annars eftir­lit með um­ferð og um­gengni fólks. Lög­regla og björgunar­sveitir koma til með að sinna út­köllum og hjálpar­beiðnum en dregið verður úr við­veru þeirra á svæðinu.

Loks er bent á það að var­huga­vert er að fara út á hraunið en gígar og eld­hraun njóta sér­stakrar verndar sam­kvæmt á­kvæðum náttúru­verndar­laga.