Vegna veðurs verður áramótabrennum og flugeldasýningu Árborgar frestað í ár.
Í tilkynningu frá Árborg segir að spáin geri ráð fyrir vestan tíu til 18 metrum á sekúndu en að sums staðar verði hvassara í dimmum éljum og skafrenningi þegar líður á kvöldið. Þá aukist líkur á samgöngutruflunum.
Vaxandi vindur og aukin ofankoma verður samkvæmt Veðurstofu á gamlárskvöld og nýársnótt.