Afli íslenskra fiskiskipa í síðastliðnum júnímánuði var 62 þúsund tonn en í sama mánuði í fyrra var aflinn tæp 32 þúsund tonn. Tæp 36 prósent aflans voru uppsjávarafli eða rúm 22 þúsund tonn, en í júní í fyrra veiddist enginn uppsjávarafli. Meginuppistaða uppsjávaraflans í ár var kolmunni, eða um 13,5 þúsund tonn og makríll, sjö þúsund tonn. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Botnsjávarafli jókst um 23 prósent í júní sé miðað við sama mánuð í fyrra og var tæp 35 þúsund tonn. Mestur hluti botnsjávarafla var þorskur eða rúmt 21 þúsund tonn.