Af­létt­ing­u síð­ust­u tak­mark­an­a á sam­kom­um vegn­a COVID-19 á Eng­land­i hef­ur ver­ið frest­að um mán­uð. Frá þess­u greind­i Bor­is John­son for­sæt­is­ráð­herr­a á blað­a­mann­a­fund­i fyr­ir skömm­u. Til stóð að af­létt­a tak­mörk­un­um þann 21. júní en út­breiðsl­a hins svo­kall­að delt­a-af­brigð­is COVID-19, sem upp­run­ið er á Ind­land­i, hef­ur ver­ið mik­il á Eng­land­i að und­an­förn­u og er það ein helst­a á­stæð­a þess að af­létt­ing­u var frest­að.

John­son sagð­i að ef ráð­ist yrði í til­slak­an­ir í næst­u viku væri raun­ver­u­leg hætt­a á að þús­und­ir til við­bót­ar mynd­u lát­ast úr COVID, eitt­hvað sem hægt væri að kom­ast hjá með því að láta tak­mark­an­ir gild­a leng­ur. Það mynd­i einn­ig gefa heil­brigð­is­þjón­ust­u lands­ins tæk­i­fær­i til að ból­u­setj­a fleir­i og koma í veg fyr­ir að á­lag­ið á heil­brigð­is­kerf­ið yrði of mik­ið.

Tak­mark­an­irn­ar verð­a end­ur­skoð­að­ar eft­ir tvær vik­ur og seg­ist John­son vera von­góð­ur um að þær muni ekki gild­a leng­ur en í mán­uð til við­bót­ar. „Við mun­um fylgj­ast með þró­un mála á hverj­um degi, ef að eft­ir tvær vik­ur telj­um við að á­hætt­an sé minn­i á­skilj­um við okk­ur þann rétt að drag­a úr höml­um fyrr,“ sagð­i John­son.

„Á á­kveðn­um tím­a­punkt­i mun­um við þurf­a að læra að lifa með vír­usn­um og hald­a vel utan um hlut­in­a,“ bætt­i hann við. Hann sagð­i enn frem­ur að hugs­an­leg­a ættu sum­ir að hald­a á­fram að tak­mark­a sam­neyt­i sitt við ann­að fólk og fólk­i er á­fram ráð­lagt að vinn­a heim­an frá.

Í gær voru greind tæp átta þús­und til­fell­i af COVID-19 í Bret­land­i.
Fréttablaðið/EPA

John­son sagð­i að 19. júlí yrðu búið að bjóð­a tveim­ur þriðj­u hlut­um full­orð­inn­i tvær spraut­ur með ból­u­efn­i gegn COVID-19, þar á með­al til allr­a yfir fimm­tug­u, þeirr­a sem telj­ast til við­kvæmr­a hópa og heil­brigð­is­starfs­fólks. Þeim tíma sem líða þarf mill­i ból­u­setn­ing­a með ból­u­efn­i AstraZ­en­e­ca hef­ur ver­ið breytt úr tólf vik­um í átta en það er það ból­u­efn­i sem Bret­ar nota mest af.

Frétt­in hef­ur ver­ið upp­færð.